• image
  • image
  • image

Njarðvíkin

  

100b3159 img_7020 img_7040 njarvk glitsk 2007 njarvk t a vita 2011 006 njarvk t a vita 2011 017 stri steinnin 003 strur 2007 018 strur 2007 020

Njarðvíkin, ,,víkin fagra og magra" (sbr. orð Margrétar ríku á Eiðum í byrjun 16. aldar) hefur marga  möguleika að bjóða hvað varðar útivist. Margar og skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu, s.s. Stórurð inn af Njarðvíkinni, sem er stikuð leið, sem og gamla leiðin til Héraðs um Gönguskarð. Stutt er á Víknaslóðir þar sem einnig eru vel stikaðar gönguleiðir og hægt er að fjárfesta í Gönguleiðarkorti í versluninni, Samkaup á Borgarfirði, einnig er hægt að nálgast kortin á matsölustöðum á sumrin. Afar notalegt og friðsælt er að rölta um fjöruna og ekki spillir fyrir að stundum má sjá þar seli. Svo er hægt að kíkja í smá hellaskoðun, en tveir hellar eru í Norðurkrók fjörunnar.

 

Njarðvíkursandur er skemmtilega bogamynduð fjara og syðsti hluti hennar er kallaður Suðurkrókur. Þar rennur Njarðvíkuráin til sjávar og myndar allstórt lón. Lækurinn sem síðan fellur niður í krókinn heitir Krókslækur. Á bakkanum við krókinn stóð býlið Króksbakki, en það fór í eyði árið 1936 og enn þann dag í dag má sjá tóftirnar af honum. Síðasti ábúandi þar var Helgi Björnsson.

         Njarðvíkin státar einnig af fallegum fjallahring, þó svo að ekki séu stikaðar gönguleiðir um allan hringinn eru þó allnokkrar fjárgötur sem hægt er að fylgja. Innst í víkinni blasa Súlurnar við, 768 m að hæð. Svo eru það Geldingsfjall, Sönghofsfjall, Grjótfjall (697 m), Kerlingarfjall, Tóarfjall og Skjaldarfjall. Stutt er líka í gönguleiðar-paradísina, Víknaslóðir, en þar má finna margar skemmtilegar stikaðar gönguleiðir.

 

Inni í Njarðvíkinni má finna Innra-Hvannagil, það er staður sem allir ættu að kíkja á. Hægt er að aka dálítinn spöl upp með gilinu og svo er stutt ganga inn í gilið sjálft. Í líparítinu má sjá fjölbreyttar bergmyndanir og einnig sérkennilega basalt-bergganga sem kljúfa líparítskriðurnar bæði á þvers og kruss.naddakr. 2011

 

Úti í Skriðum, þar sem vegurinn til Borgarfjarðar liggur, má finna Nadda-krossinn. Gamlar sögur herma að þarna hafi verið á ferð óvættur, hálfur hestur og hálfur maður, sem kallaður var Naddi. Bjó hann í helli í skriðunum, er kallast Naddahellir, rændi þá sem um skriðurnar fóru, og varð nokkrum mönnum að bana. Á hann að hafa verið veginn af Jóni frá Gilsárvöllum og krossinn settur þarna niður til að halda honum frá. 

"Síðan lét hann reisa kross þann á jaðrinum með Faðirvori á latnesku og þeirri áskorun að hver sem færi þar síðar um skyldi krjúpandi lesa þar Faðirvor. Þar á var líka vers. Hélst sá siður fram á miðja 19. öld." (E.s. Guðnýjar Tómasdóttur Skr. 1917. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. 1,134-135 og Grímu II, 346). Á krossinum standa latnesku orðin: EFFIGIEM CHRISTI, QUI TRANSIS PRONUS HONORA. ANNO MCCCVI. Merking orðanna er þessi:

,,Þú sem leið átt hjá merki Krists, beygðu höfuð þitt í lotningu. Árið 1306."

Í bundnu máli hefur áletrunin verið útlögð sem svo:

Þú sem framhjá fer, fram fall í þessum reit
og Kristí ímynd hér auðmjúkur lotningu veit.
                             Árið 1306.

Krossinn er smíðaður af Árna Á. Bóassyni árið 1954 og þar á undan var annar kross sem var aflagður, gerður af föður hans, Bóasi Eydal. Krossinn stóð áður í grasjaðri ofan götu, en var síðan færður niður fyrir vegbrún, þegar akvegurinn var gerður um skriðurnar.

 

Þorragarðurinn er vörslugarður sem sagður er hafa verið hlaðinn af Ásbirni vegghamar skv. frásögn Fljótsdælu. Hann nær ofan úr Kerlingarfjalli og fram milli Borgar og Njarðvíkurbæja og var allt að 1,4 km að lengd og 1,5 m á hæð. Ekki sést hann þó allur nema rétt innan við Hlíðartún, en þar standa sýnilegustu leifarnar af garðinum. Þorragarðurinn og Þiðrandaþúfan eru bæði friðlýstar fornminjar.

 

Þiðrandaþúfan er þúfa sem stendur á bæjartúnunum í Njarðvík, þar á Þiðrandi Geitisson að hafa verið veginn, sagt er frá því í Fljótsdælu. Gunnars saga Þiðrandabana gerist um árið 1000. Inn fyrir miðri vík standa svo Gunnarssker, þau eru 3 talsins. Tvö af þeim sjást oftast, en það þriðja sést yfirleitt bara á stórstreymisfjöru. Samkvæmt Fljótsdælu á Gunnar Þiðrandabani að hafa hvílst á innra skerinu á flótta sínum yfir víkina, undan óvinum sínum.

borg rammi

Heimsóknir

Innlit greina
11212